Birgitta Haukdal les og syngur

Hljóðberg Grundarstígur 10, Reykjavík

Birgitta Haukdal les úr bókunum sínum um Láru og Ljónsa og syngur fyrir gesti. Kósýkvöld hjá Láru og Lára fer á skíði eru bækur númer 3 og 4 í Láruseríunni eftir Birgittu Haukdal. Í fyrra komu bækurnar Lára lærir að hjóla og Lára fer í flugvél.

Syngjum saman

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Ungar tónlistarkonur stýra jólalegum samsöng sunnudaginn 18 desember. Textum verður varpað á tjald; allir taka undir og syngja í sig jólastemmningu.

kr.1000

Farfuglatónleikar – Rannveig Marta Sarc

Hljóðberg

Rannveig Marta Sarc fiðluleikari og námsmaður í New York flytur eftirlætisverk á klukkustundarlöngum tónleikum í Hljóðbergi . Bjarni Frímann Bjarnason leikur með á flygilinn.

kr.2500

Farfuglatónleikar – Magnús Hallur Jónsson

Hljóðberg

Magnús Hallur Jónsson óperusöngvari og námsmaður í Berlín flytur þýskar óperettur og Kino lög. Bjarni Frímann Bjarnason leikur með á flygilinn.

kr.2500

Farfuglatónleikar – Rakel Björt Helgadóttir

Hljóðberg

Rakel Björt Helgadóttir hornleikari og námsmaður í Berlín leikur verk eftir Beethoven, Slavický og Schumann. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á flygilinn.

kr.2500

Farfuglatónleikar – Sólveig Steinþórsdóttir

Hljóðberg

Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og námsmaður í Berlín leikur sónötur eftir Beethoven, Ysaye og Prokofiev. Anna Guðný Guðmundsdóttir spilar með á flygilinn.

kr.2500

Vetrarljóð – Píanó og fiðla

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Jane Ade Sutarjo píanó- og fiðluleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari, ungar og sérlega hæfileikaríkar tónlistarkonur, halda fyrstu tónleika Hannearholts árið 2017. Hulda og Jane munu leika litrík verk fyrir fiðlu og píanó eftir B. Bartók, E. Ysaÿe,J. Brahms.

kr.2500

Olivier Manoury – bandóneon og vatnslitamyndir

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Olivier Manoury tónlistar- og myndlistarmaður sem nú sýnir vatnslitamyndir í Hannesarholt verður í húsinu mill kl. 15 og 17 með bandóneon harmónikkuna sína áður en hann hverfur af landi brott. Litir vatns og jarðar – vatnslitamyndir eftir Olivier Manoury. Sýningin prýðir veggi Hannesarholts til 20. janúar.