Söngleikjakvöld í Hannesarholti

Hljóðberg

Söng-og leikkonurnar María Skúladóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir flytja ýmis lög úr söngleikjum sem settir hafa verið upp á Broadway á síðustu árum. Andri Geir Torfason syngur bakraddir, Ásbjörg Jónsdóttir leikur með á píanó og Þór Adam Rúnarsson leikur á trommur.

kr.1500

Dúettinn 23/8 – Afmælistónleikar

Hljóðberg

Jazzskotnir afmælistónleikar Önnu Grétu Sigurðardóttur píanista og Stínu Ágústsdóttur söngkonu, sem mynda Dúettinn 23/8. Báðar eiga þær afmæli þennan dag.

kr.1000

Síðsumardjass í Hannesarholti

Hljóðberg Grundarstígur 10, Reykjavík

Ingibjörg Fríða Helgadóttir (söngur) og Kjartan Valdemarsson (píanó) flytja flauelsmjúkan djass sem hæfir árstímanum og umhverfinu.

kr.2000

Tónleikar – fjórhent píanótónlist

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Þóra Kristín Gunnarsdóttir og Anda Kryeziu flytja perlur úr heimi fjórhentra bókmennta. Á efnisskránni eru verk eftir Franz Scubert, Claude Debussy og Maurice Ravel.

kr.2000

Anna & Sölvi – tónleikar

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Frændsystkinin Anna og Sölvi spila frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðasta mánuð. Þetta verkefni þeirra verður fulltrúi Íslands í hinni árlegu "nordic jazz comets" sem haldið verður í Umeå í október.

kr.2000

Undrabörn og tónskáld – Mozart og Liszt

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari heldur tónleika og fyrirlestur um tónskáldin og undrabörnin Mozart og Liszt.

kr.2500

Syngjum saman

Hljóðberg

Tónlistarhjónin Þóra Marteinsdóttir og Gunnar Ben stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

kr.1000

Kvöldstund með Gunnari Kvaran

Hljóðberg

Gunnar Kvaran tónlistarmaður og lífskúnstner tekur á móti gestum í spil og spjall. Gunnar leikur 6 saraböndur eftir Bach með jafnmörgum hugleiðingum sem hann les á milli verka. Hann segir frá bernskunni í Þingholtunum, deilir skemmtisögu úr tónlistarheiminum og svarar spurningum gesta úr sal.

kr.2000

Svipmyndir – tónleikar

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Sigurður Helgi Oddsson, tónskáld og píanóleikari, frumflytur ný einsöngslög sín ásamt sópransöngkonunni Unni Helgu Möller. Lögin eru samin við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu skáldkonu og fleiri íslenskra ljóðskálda.

kr2000