Dagstund með Páli Bergþórssyni

Hljóðberg Grundarstígur 10, Reykjavík

Páll Bergþórsson sagnabrunnur og fyrrum Veðurstofustjóri deilir með gestum sýn sinni á sögur af Vínlandsferðunum fyrir 1000 árum, sem finna má í Grænlendingasögu og Eiríks Sögu Rauða. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Bókmenntaspjall – Gunnar Theodór Eggertsson

Hljóðberg

Gunnar Theodór Eggertsson spjallar um dýrasögur og barnabækur og fantasíur og hvað annað sem kemur upp í hugann í bókmenntaspjalli. Hann varði nýlega doktorsritgerð sína í almennri bókmenntafræði, sem nefnist Eiginleg dýr: Athuganir á veröldum dýra í tungumáli, menningu og sagnahefð, eða Literal Animals: An Exploration of Animal Worlds through Language, Culture and Narrative, við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur einnig skrifað nokkrar bækur fyrir börn og ungmenni og hlaut m.a. Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin árið 2008 og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Drauga-Dísu árið 2015. Vegan súpa og heimabakað brauð í boði frá kl.18.30 á kr.2150. Borðapantanir í síma 511-1904.

kr.1500

Airwaves – Off-Venue dagskrá

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

KÍTÓN félag kvenna í tónlist blæs til Off venue Iceland Airwaves tónlistarveislu í Hannesarholti. Fram koma tónlistarkonur úr öllum áttum og mun dagskráin endurspegla fjölbreytileika tónlistarkvenna á Íslandi.

Sagnakvöld

Sagnameistarinn Einar Kárason deilir með gestum sögum í gamni og [...]

kr.1500

Shostakovich – Beethoven nútímans

Hljóðberg

Í tilefni af 110 ára afmælis rússneska tónskáldsins Dimitri Shostakovich flytja Nína Margrét Grímsdóttir - Sigurður Halldórsson, Hildigunnur Halldórsdóttir og Alexandra Chernyshova - Rómönsusvítu op.127 fyrir sópran, fiðlu, píanó og selló og Sónötu fyrir selló og píanó, Moderato, Op. 40 sem hann samdi árið 1934.

kr.2900

Airwaves – Off Venue dagskrá

Off-venue Iceland Airwaves í Hannesarholti. Söngleikjatónlist, klassík, þjóðlagatónlist, popp... aðgangur ókeypis!

Leikið og lofað í garðinum heima – Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sýnir akvarellur málaðar frá 2012 til 2016. Sýningin stendur yfir frá 12. nóv. til 14. des. 2016. Kristín á að baki glæsilegan feril sem grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Akvarellurnar sem nú verða sýndar eru málaðar í bataferli eftir blóðtappa og lömun sem Kristín varð fyrir í júní 2012. Í bataferlinu málaði hún úti í garði flesta daga þegar veður leyfði og telur hún það stóran þátt í bataferlinu. Við opnun sýningarinnar mun Gunnar Kvaran sellóleikari leika tónlist eftir Bach.