Ljóða-og tokkötukvöld Steinunnar og Þorsteins
HljóðbergKvöldstund með Steinunni Sigurðardóttur og Þorsteini Haukssyni, þar sem ljóð Steinunnar og tónsmíðar Þorsteins verða í forgrunni. Tinna Þorsteinsdóttir leikur tvær tokkötur fyrir píanó eftir Þorstein og Arnaldur Arnarson flytur tokkötu fyrir gítar eftir hann. Kjúklingasúpa með heimabökuðu brauði á 2450 frá kl.18.30, borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is.
Stína Ágústs og orgeltríó Leo Lindberg
HljóðbergStína Ágústsdóttir söngkona og sænski píanóleikarinn Leo Lindberg flytja nokkur frumsamin lög ásamt blöndu af blúsuðum standördum og fönkfylltu poppi. Meðleikarar þeirra eru ekki af verri endanum en Max Schultz, sænska gítarhetjan, og Chris Montgomery, einn eftirsóttasti jazztrommari Svíþjóðar, verða með þeim og má því búast við einstaklega skemmtilegum tónleikum. Ofnbakaður lax með rjómaosti, hnetum, karftöflumús, og fersku salati á 3.290 í veitingastofunum frá kl.18.30, borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is
Páskaleyfi í Hannesarholti
Hannesarholt gefur starfsmönnum sínum frí um páskahátíðna og hlakkar til [...]
„Inspired“ – Harold Burr – Gospel
HljóðbergGospel tónleikar með Harold E.Burr og félögum sem fær nafnið INSPIRED, enda verður hver maður snortinn af flutningi Harolds. Léttur kvöldverður á undan í veitingastofunum á 1.hæð.
Syngjum saman
HljóðbergBjörgvin Þ.Valdimarsson tónskáld, tónmenntakennari og kórstjóri leiðir klukkustundarlanga kvöldstund fyrir [...]
Pálsvaka – heimspekispjall um menntun og menntastefnu
HljóðbergMenntun og menntastefna: tvennt ólíkt? Pálsvaka er árlegt heimspekispjall til heiðurs Páli Skúlasyni, þar sem tekist verður á við málefni er tengjast heimspeki og samfélagi. Fyrirlesarar á þessarri fyrstu Pálsvöku verða Jón Torfi Jónasson, Kolbrún Þ.Pálsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Henry Alexander Henrysson og Jón Ásgeir Kalmansson.
Rappað, skratsað og skapað – Barnamenningarhátíð
Lærðu að rappa í Hannesarholti. Hannes Hafstein sem byggði Hannesarholt árið 1915 var skáld. Hann hefði kunnað að meta skapandi og rappandi börn í sínu húsi.
HÁFLEYGA-HRAÐSKREIÐA og frúin í Hamborg – Spunaferðalag á Barnamenningarhátíð
Háfleyga-Hraðskreiða er ævintýralegt faratæki sem ferðast um allan heim, kafar í höfin og svífur um geiminn og lendir nú í Hannesarholti til að taka börnin með í ferðalag. Háfleyga Hraðskreyða og frúin í Hamborg er bók eftir Svandísi Guðrún Ívarsdóttur sem hún skrifaði sérstaklega til að dreifa huga veikra barna.
Listamaðurinn tekur á móti gestum á laugardag
Hlynur Helgason myndlistarmaður verður í Hannesarholti á laugardaginn milli kl. 14 til 15 og segir gestum og gangandi frá málverkum sínum. Sýning Hlyns - Málverk / 12 rendur - stendur til 12 maí.