Kristín Þorkelsdóttir
“Á vængjum söngsins” Diddú og Anna Guðný
HljóðbergNotalegt laugardagssíðdegi með söngspili vinkvennanna Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Kristín Þorkelsdóttir sýnir pastelmyndir sem hún hefur unnið nýlega af Diddú.
Leikið og lofað í garðinum heima – Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona
Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sýnir akvarellur málaðar frá 2012 til 2016. Sýningin stendur yfir frá 12. nóv. til 14. des. 2016. Kristín á að baki glæsilegan feril sem grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Akvarellurnar sem nú verða sýndar eru málaðar í bataferli eftir blóðtappa og lömun sem Kristín varð fyrir í júní 2012. Í bataferlinu málaði hún úti í garði flesta daga þegar veður leyfði og telur hún það stóran þátt í bataferlinu. Við opnun sýningarinnar mun Gunnar Kvaran sellóleikari leika tónlist eftir Bach.