Hleð Viðburðir

“24 Prelúdíur” er nýtt verk eftir Nathan Hall í samvinnu við píanóleikarann Rose Lachman. Verkið samanstendur af 24 stuttum þáttum, 12 fyrir mánuði ársins frá miðaldabókum um klukkustundir og bænir og 12 þætti úr stjörnumerkjunum. Verkið byrjar á verki þess mánaðar sem það er flutt, og rekur árið frá þeim tíma. Einnig verða flutt píanóverkin “The Well Tempered Clavier” eftir Bach og Prelúdíur Scriabins, auk frumsaminna verka eftir Nathan Hall.

Nathan var Fulbright styrkþegi á Íslandi veturinn 2010-11. Tónlist hans er innblásin af landslagi, sögu og sjónlist. Hann er með doktorspróf í tónsmíðum frá Colorado Háskólanum í Boulder, er fæddur og uppalinn í New York, en býr í Denver, Colorado.

Rose Lachman er frá Californiu, en er nú búsett í Boulder, Colorado. Hún heldur reglulega tónleika og kennir á píanó. Hún lauk nýverið doktorsprófi í píanóleik frá Colorado háskóla í Bolder, þar sem hún var nemandi Davids Korevaar. Rose sérhæfir sig í tónlist rómantíska tímans og nýrri tónlist núlifandi tónskálda.

24 Preludes is a new piece by Nathan Hall in collaboration with pianist Rose Lachman. The piece has 24 short movements, 12 for the months of the year from the Medieval book of hours and prayers the Tres Riches Heures du Duc de Berry, and 12 movements of the signs of the Zodiac. The piece begins in the month it is being played and follows the calendar through the year. The concert will also feature selections from the piano repertoire such as Bach’s Well-Tempered Clavier and Scriabin’s Preludes, as well as original works by Hall.

Nathan Hall is a former Fulbright Fellow to Iceland in 2010-11. His music is often inspired by landscapes, history, and visual art. He holds his Doctoral degree in music composition from the University of Colorado at Boulder. Originally from New York, Nathan currently lives in Denver, Colorado.

Born in California, Rose Lachman now lives in Boulder, Colorado. She performs actively and teaches a private piano studio. She recently received her Doctorate in Musical Arts in Piano Performance from the University of Colorado at Boulder, studying with David Korevaar. She specializes in music of the Romantic era as well as champions the creation of new works from living composers.

Skipuleggjandi

listakonurnar

Staðsetning

Hljóðberg