Hleð Viðburðir
Píanóleikarinn Andrew J. Yang flytur verk eftir Medtner, Schubert, og frumsamin verk.
——–English below————————-
Yang er fæddur og uppalinn í Kaliforníu og hefur undanfarin ár stimplað sig vel inn í tónlistarlífið á Íslandi sem einn af áhugaverðari píanóleikurum landsins, eftir að hann flutti fyrir nokkrum árum til Patreksfjarðar. Talinn af The San Francisco Examiner vera undrabarn, eða á ensku: a prodigy, [running] the emotional gamut from brooding introspection to manic exuberance. Yang er stofnandi og listrænn stjórnandi Íslensku píanóhátíðarinnar og einnig Alþjóðlegu píanóhátíðar Vestfjarða. Hann hefur komið víða fram, til að mynda í Auditorium Marcel Landowski (Paris), Musiikkitalo (Helsinki), Jewish Cultural Center (Krakow), Mozarthaus (Vín), Hoheikan (Sapporo), Carnegie Hall (New York City), og tónleikasölum í Llanes og Ribadesella (Spánn). Yang fékk fyrstu verðlaun á þrítugustu International FLAME Piano Competition keppninni í París (2019). Hann hefur einnig hlotið verðlaun frá Piano Award International Competition í Þýskalandi og Metropolitan International Piano Competition í New York. Árið 2018 hlaut Yang heiðursverðlaunin Hvítu rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö. Yang útskrifaðist með B.A. í hagfræði og B.M. í píanóleik frá Northwestern University árið 2015. Við útskrift með M.M. í píanóleik frá Mannes School of Music í New York árið 2017 hlaut hann Steinway & Sons verðlaunin, sem veitt eru framúrskarandi útskriftarnema. Meðal kennara Yang má nefna hinn virta William Wellborn, Antoinette Perry og Ruth Slenczynska. Yang er fyrrverandi keppnismaður í íþróttum eins og badminton og körfubolta og keppti í hnefaleikum. Hann býr núna í Reykjavík og er kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins.
Frekari upplýsingar má finna á www.andrewyangpiano.com.
Andrew Yang plays Medtner, Schubert and original compositions.
Deemed a „prodigy, [running] the emotional gamut from brooding introspection to manic exuberance“ (San Francisco Examiner), American pianist, Andrew J. Yang, has an active international performance career across Europe, the United States, Canada, and Asia. Born and raised in California, Yang has established himself over the past few years as one of the most exciting pianists residing in Iceland since moving to Patreksfjörður, a small town in the beautiful remote Westfjords region. Yang is the founder and artistic director of the Iceland Piano Festival and the International Westfjords Piano Festival. He has won several prizes from international piano competitions, including the top prize at the 30th International FLAME Piano Competition (Paris) and at the 5th Metropolitan International Piano Competition (New York City). Yang has also received awards from the Los Angeles Liszt Piano Competition, Thaviu-Issac Piano Competition, Heida Hermanns International Piano Competition, among others. In 2018, Yang received the „White Rose“ Medal of Honor for musical excellence from the President of Finland, Sauli Niinistö. Recent performances include recitals at the Mozarthaus (Vienna), Musiikkitalo (Helsinki), Judaica Foundation in Krakow (Poland), Murphy Recital Hall (Los Angeles), Hoheikan (Japan), and performances at most of the major New York venues including Carnegie Hall , Victor Borge Hall, and the Museum of Modern Art. Important musical mentors include William Wellborn, Antoinette Perry, and Ruth Slenczynska. A former competitive athlete in badminton and basketball, Yang also pursued an amateur boxing career and is an MMA enthusiast. Yang is currently based in the Reykjavík area and on the piano faculty at Tónskólinn í Reykjavík and Tónskóli Sigursveins.

More information can be found at www.andrewyangpiano.com.

Upplýsingar

Dagsetn:
30. október
Tími:
20:00 - 22:00

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map