Hleð Viðburðir

Anna Gréta sólótónleikar Píanóleikarinn, söngkonan og tónskáldið Anna Gréta hefur verið búsett í Svíþjóð síðustu ár, en síðan hún var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaunum 2015 hefur hún raðað að sér verðlaunum og tilefningum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Eftir tvær plötur hjá einni virtustu jazzútgáfunni í dag, ACT Music; Nightjar in the Northern Sky (2021) og Star of Spring (2024) er hún komin í fremstu röð jazztónlistarfólks á Norðurlöndum. Báðar plötur hlutu lof gagnrýnenda víðsvegar um heim og hefur tónlist hennar verið streymt yfir 2,5 milljón sinnum á streymisveitum. Í Hannesarholti býður Anna Gréta upp á blöndu af eigin efni, ábreiðum og sígildum jazzperlum ein við flygilinn.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, 5.900 kr

Upplýsingar

Dagsetn:
7. júlí
Tími:
15:00 - 16:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map