Bartók – Brahms – DeFalla – Ravel
27/08/2014 @ 20:00 - 22:00
| ISK2.000Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari og Julien Beurms píanóleikari flytja fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmensku dansa Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravel.
Geirþrúður Ása hóf fiðlunám ung að aldri og lauk nýverið framhaldsnámi frá Hartt School of Music í Connecticut í Bandaríkjunum. Geirþrúður Ása kemur reglulega fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum, nú síðast í Scandinavia House í New York. Hún hlaut ýmsa styrki á námsárunum, m.a úr Menningarsjóði Valitor og Fulbright.
Julien Beurms hóf píanónám sitt aðeins 7 ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johan Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut hann námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gengdi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan námi stóð.
Geirþrúður Ása og Julien hafa spilað saman frá árinu 2011 og í mars síðastliðinn héldu þau tónleika í Harvard University í Boston.
Miðasala á midi.is