Hleð Viðburðir

Ludwig van Beethoven: Sónata fyrir selló og píanó í g-moll, Op. 5, Nr. 2

1. Adagio sostenuto e espressivo – Allegro molto più tosto presto
2. Rondo. Allegro

Jón Nordal: Myndir á þili

1. Brostin augu vatnanna
2. Þegar íshjartað slær
3. Skrifað í vindinn
4. Allt með sykri og rjóma

-Hlé-

Sergei Rachmaninoff: Sónata fyrir selló og píanó í g-moll, Op. 19

1.Lento – Allegro moderato
2.Allegro scherzando
3.Andante
4.Allegro mosso

Hjörtur Páll Eggertsson var fimm ára gamall þegar hann hóf að leika á selló. Fyrsti kennari hans var Örnólfur Kristjánsson, en hann stundaði síðar frekara nám hjá Sigurgeiri Agnarssyni og Gunnari Kvaran. Hjörtur hefur frá árinu 2012 tekið virkan þátt á ýmsum tónlistarhátíðum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í mars 2017 lék hann einleik með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík. Hjörtur er einnig virkur í flutningi kammertónlistar og hlaut meðal annars Nótuna árið 2014 ásamt strengjakvartetti sínum. Frá árinu 2011 hefur hann tekið þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt því að hafa leikið með Orkester Norden og Sinfóníuhljómsveitinni í Stavanger. Hjörtur lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2017 og stundar nú nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn undir handleiðslu Morten Zeuthen. Hann leikur á selló smíðað fyrir hann af Hansi Jóhannssyni árið 2016.

Filip Štrauch er meðal hæfileikaríkustu píanista sinnar kynslóðar frá Slóvakíu. Hann hóf ungur að aldri að leika á píanó í heimabæ sínum Zilina undir handleiðslu föður síns, sem var píanóleikari. Síðar flutti hann til Bratislava til að læra við tónlistarháskólann þar. Á námsárum sínum vann hann til fjölmargra verðlauna í keppnum í Slóvakíu og fékk meðal annars tækifæri til að leika einleik með Útvarpshljómsveit Slóvakíu. Árið 2012 lá svo leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann hélt áfram námi sínu í einleikarabekknum við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium. Síðan þá hefur hann leikið einleik með Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar og Hljómsveit Konuglega Tónlistarháskólans, ásamt því að gefa út geisladisk með verkum eftir Rachmaninoff, Scriabin og Ravel í útgáfu Supraphon.

Miðasala á tix.is

Veitingastofur Hannesarholts eru nú opnar fyrir kvöldmat fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og því verður hægt að njóta kvöldverðar eftir tónleikana. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is.

Upplýsingar

Dagsetn:
26/07/2018
Tími:
17:00 - 18:30
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904