Bókakaffi með Ásdísi Thoroddssen
26/02/2017 @ 16:00
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir jól, Utan þjónustusvæðis, króniku. Þó er Ásdís engin nýgræðingur í ritlist; hún hefur skrifað handrit að eigin kvikmyndum og leikrit eftir hana hafa verið flutt í útvarpi og á sviði.
Utan þjónustusvæðis, krónika, sem fjallar um byggðarlag utan alfaraleiðar, hlaut góða dóma gagnrýnanda og ágætar móttökur lesenda.
Gestir geta gætt sér á kaffi og meðlæti á meðan þeir heyra hvað Ásdís hefur að segja um nýjustu skrefin á starfsferlinum og les upp úr bók sinni. Aðgangur ókeypis svo lengi sem húsrúm leyfir, veitingahúsið opið til kl.17