Bókakynning
03/12/2017 @ 16:00
Í tilefni af útkomu hinnar sígildu bókar WALDEN eða lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau er efnt til kynningar á verkinu og höfundinum.
Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir voru nýverið tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þetta einstaka verk og þau málefni sem Thoreau voru hugleikin á 19. öld eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda. Nú í fyrsta sinn á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.