DRAUMALANDIÐ
18/11/2018 @ 16:00 - 17:00
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands bjóða tónlistarkonurnar Eva Þyri og Auður upp á molasopa og pönnukökur á söngtónleikum sem haldnir verða í Hannesarholti sunnudaginn 18. nóvember kl. 16.
Við flygilinn verður Eva Þyri Hilmarsdóttir en Auður Gunnarsdóttir syngur íslensk sönglög frá þessum 100 árum sem liðin eru frá stofnun fullveldisins.
Áhugavert verður að skoða ljóðin frá þessu 100 ára tímabili og skyggnast þannig inn í sál þjóðarinnar sem þráði svo heitt að standa á eigin fótum og öðlast sjálfstæði.