Hleð Viðburðir

Tónleikhús þar sem flutt verður splunkunýtt ævintýri með Fíu frænku og vinum hennar.

Fía frænka er á ferðalagi með besta vini sínum, Dúdda. Í fjallasal er rödd Dúdda stolið. Hver stelur röddum?
Ýmsir góðir vinir hjälpa til við leitina og að lokum kemur í ljós hver stal röddinni og hvort henni var skilað til baka.

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari.
Saman hafa þau leikið í rúmlega 10 ár og frumflutt mörg verk sem skrifuð hafa verið fyrir þau og haldið fjölmarga tónleika.
Auk þess hefur Dúó Stemma sett saman efnisskrá fyrir börn sem þau kalla “Töfraveröld tóna og hljóða” og spilað fyrir börn í leikskólum og grunnskólum. Haustið 2010 tóku þau þátt í vestnorræna verkefninu “Listaleypurinn.”
og spiluðu 20 tónleika fyrir mörg hundruð börn í Færeyjum og Grænlandi.
Dúó Stemma hlaut viðurkenninguna „Vorvindar“ frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.

Upplýsingar

Dagsetn:
07/12/2014
Tími:
11:30 - 12:00
Verð:
ISK1.000
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website