Hleð Viðburðir

Hannesarholt býður tónlistarnemendum í námi erlendis í jólaleyfi heima á Fróni að halda tónleika fyrir baklandið sitt. Marína Ósk Þórólfsdóttir og Eiríkur Rafn Stefánsson halda sameiginlega tónleika, tvö sett með hléi á milli.

Marína Ósk Þórólfsdóttir lauk BA í djasssöng frá Conservatoríunni í Amsterdam vorið 2017 og stundar nú mastersnám í djassi við Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Með henni leikur gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson sem lauk BA í djassgítarleik, einnig frá Conservatoríunni í Amsterdam, vorið 2018. Saman mynda þau djassdúettinn Marína & Mikael. Dúettinn var stofnaður haustið 2014 og sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2017, nefnda „Beint heim“. Plötunni var vel tekið og var hún tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki Jazz og blús. Nýtt verkefni er nú í vinnslu og munu þau flytja nýtt efni sem að þessu sinni er frumsamið og að hluta til frumflutt á þessum tónleikum.

Eiríkur Rafn Stefánsson stundar nám í djassútsetningum og tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Amsterdam og lýkur þaðan BA-prófi vorið 2019. ERS Djasstett stofnaði Eiríkur sumarið 2017 og flytur sveitin bæði frumsamda tónlist hljómsveitarmeðlima sem og þekkt og minna þekkt djasslög í útsetningum Eiríks. Ásamt því að útsetja fyrir sveitina spilar Eiríkur á trompet en aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Haukur Gröndal á tenórsaxófón, Stefán Ómar Jakobsson á básúnu, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Birgir Steinn Theódórsson á bassa og Erik Qvick á trommur.

Upplýsingar

Dagsetn:
30/12/2018
Tími:
14:00 - 16:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904