Hleð Viðburðir

Bryndís Þórsdóttir nemur fagottleik við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Kennarar hennar þar eru Audun Halvorsen og Sebastian Stevensson, báðir sólófagottleikarar Dönsku útvarpshljómsveitarinnar. Bryndís hefur verið aukamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá hausti 2013 og var á sex vikna samningi hjá þeim haustið 2016. Hún er einnig aukamaður hjá Dönsku útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Sjálands.

Björg Brjánsdóttir nemur þverflautuleik við Tónlistarháskóla Noregs í Osló. Kennarar hennar þar eru Per Flemström, sólóflautuleikari í Oslóarfílharmóníunni, og Andrew Cunningham, fyrrum piccololeikari sömu hljómsveitar. Hún stundaði einnig nám við Tónlistarháskólann í München í eitt ár þar sem kennarar hennar voru Stephanie Hamburger og Natalie Schwaabe. Björg hefur spilað einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt því að vera aukamaður þar síðan vorið 2016. Hún hefur einnig spilað með Íslensku Óperunni, Caput, Neue Philharmonie München, Forsvarets Stabsmusikkkorps í Osló og fleiri hljómsveitum.

Björg og Bryndís leika ljúfa en fjölbreytta tónlist, allt frá jólalegri barokksónötu til brasilískrar svítu. Þær hafa spilað saman síðan árið 2008, aðallega í smáum kammerhópum, svo sem tríóum og kvintettum, en einnig í hljómsveitum svo sem Ungsveit SÍ, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á árunum 2010 – 2012 stunduðu þær nám saman við Tónlistarskólann í Reykjavík og hafa einnig heimsótt tónlistarháskóla hvor annarrar í Osló og Kaupmannahöfn til að sækja spilatíma og til að spila saman.

Efnisskrá tónleikanna sem standa yfir í u.þ.b. klukkustund.

G. F. Händel: Sónata í F-dúr

Skolnik: Serenaða fyrir flautu og fagott

C. P. E. Bach: Sónata í a moll fyrir einleiksflautu

Villa-Lobos: Bachianas Brasileras nr. 6 fyrir flautu og fagott

Ýmsir: Hátíðarsvíta (útsetning Björg Brjánsdóttir)

Tónleikar Farfugla í Hannesarholti eru haldnir með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
29/12/2016
Tími:
17:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9886/Farfuglatonleikar_%E2%80%93_Bjorg_Brjansdottir_og_Bryndis_Torsdottir

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg