Hleð Viðburðir

Farfuglatónleikar Hannesarholts

30. desember kl. 12.00 – 22.00

Þriðju tónleikar dagsins eru tónleikar sellóleikarans Steineyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00

Steiney Sigurðardóttir er fædd árið 1996. Hún hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi með 9,6 í einkunn vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran, aðeins 16 ára gömul. Við nám sitt í Tónlistarskóla Sigursveins fékk Steiney sérstök verðlaun fyrir hæstu einkunn á miðstigi og 6.stigi. Frá áramótum 2013 til ársins 2015 var hún nemandi Sigurgeirs Agnarssonar við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist með burtfararpróf. Steiney hlaut styrktarverðlaun Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur í Listaháskólanum og fyrir burtfararpróf sitt úr Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 2015.

 

Haustið 2015 flutti Steiney til Berlínar og nam einkatíma hjá prófessorum í helstu háskólum Þýskalands. Eftir að hafa staðist inntökupróf í Berlin og Trossingen vandaðist valið og endaði hún á að fara til Trossingen þar sem hún lærir nú undir handleiðslu Prof. Francis Gouton.

 

Steiney hefur sótt fljölda námskeiða og má þar helst nefna Tónlistarakademíuna í Hörpu, Meadowmount School of Music, Green Mountain Chamber Music Festival, Astona International, International Music Academie Cervo og Cello Akademie Rutesheim. Steiney hefur spilað í opnum tímum hjá Erling Blöndal Bengtson, Clive Greensmith, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Marko Ylönen, Troels Svane og Wenn Sin Yang.

 

Steiney hefur oft komið fram með hljómsveitum. Árið 2014 spilaði hún einleikskonsert Saint Saens á Hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík til Steiney-Sellóleikari Umsókn um tónlistarstyrk Rótarý minningar Ragnars í Smára eftir að hafa unnið HTR-keppni skólans. Árið 2015 spilaði hún sellókonsert Elgars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árlegu tónleikunum Ungir einleikarar eftir að hafa sigrað einleikarakeppni SÍ og Listaháskóla Íslands. Einnig tók hún tvisvar sinnum þátt fyrir hönd Tónlistarskóla Sigursveins í Nótunni í einleiksflokki á framhaldsstigi. Sumarið 2016 spilaði Steiney ástamt vinkonu sinni Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara opnunartónleika Tónlistarhátíðar unga fólksins eftir að hafa unnið tónleikakeppni TUF.

 

Steiney hefur verið virk í hljómsveitarstarfi hérlendis og erlendis og hefur til að mynda tekið þátt í Orkester Norden og leitt sellódeild Ungfóníunar og Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frá árinu 2015 hefur hún verið lausráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig spilað með Württembergische Philharmonie Reutlingen. Steiney útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af náttúrufræðibraut vorið 2014 samhliða tónlistarnámi sínu. Hún tók saman níunda og tíunda bekk í grunnskóla og kláraði MH á þremur árum til þess að geta einbeitt sér að sellónáminu. Í gegnum árin hefur Steiney verið iðin við að halda styrktartónleika og spila hér og þar til að safna sér þess sem það tekur til að vera í tónlistarnámi erlendis.

Upplýsingar

Dagsetn:
30/12/2017
Tími:
16:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/10287/Farfuglar-Steiney_Sigurdardottir

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map