FYRIR SUNNAN FRÍKIRKJUNA
17/11/2018 @ 13:00 - 14:00
Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur flytja dagskrá í tónum, máli og myndum um Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson.
Tómas Guðmundsson er án efa eitt allra vinsælasta ljóðskáld Íslendinga. Fegurð, kímni og rómantík svífa yfir vötnum í líflegri dagskrá þar sem sagt er frá lífi og ljóðum Tómasar og flutt ástsæl sönglög sem samin hafa verið við ljóð hans.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur sent frá sér fjölda verka fyrir börn og fullorðna og hefur átt gjöfult samstarf við marga tónlistarmenn gegnum árin. Svavar Knútur hefur sent frá sér margar hljómplötur og hefur á undanförnum misserum komið fram á fjölda tónleika hérlendis og erlendis. Saman eiga þeir félagar heiðurinn af vinsælli dagskrá um Stein Steinarr sem þeir hafa flutt í grunngkólum um land allt.