Hleð Viðburðir

Sigurður Skúlason leikari flytur dagskrá í Hannesarholti sem hann nefnir Gyrðisvöku, en hana hefur Sigurður unnið upp úr höfundarverki Gyrðis Elíassonar, rithöfundar. Þar mun Sigurður bregða upp nokkrum dæmum úr fjölbreytilegri og margslunginni skáldskaparlist Gyrðis – úr ljóðum hans, smásögum, smáprósa, skáldsögum og þýðingum.

Gyrðir Elíasson á að baki óvenju farsælan feril sem rithöfundur, hann hefur sterkan persónulegan stíl og býr að mikilli hugmyndaauðgi samfara öguðum vinnubrögðum sem hafa skilað honum í fremstu röð skálda á Íslandi.

Allir velkomnir.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
21/10/2015
Tími:
20:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/atburdir/1/9231/Gyrdisvaka

Skipuleggjandi

Sigurður Skúlason

Staðsetning

Hljóðberg