Hleð Viðburðir
Tónskáldin Reynaldo Hahn og Richard Strauss eiga bæði stórafmæli 2014 og af því tilefni ætla þær Hörn Hrafnsdóttir mezzosópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari að heiðra minningu þeirra með ljóðatónleikum

Richard Strauss á 150 ára afmæli en hann fæddist árið 1864 og lést árið 1949. Hann var eitt af stóru Þýsku tónskáldunum og var sérstaklega vel þekktur fyrir óperur sínar og ljóð. Þær munu flytja nokkur ljóða hans, m.a. Zueignung sem er meðal hans þekktustu verka.

 Reynaldo Hahn á 140 ára afmæli en hann fæddist árið 1874 í Venesúela og lést árið 1947 í Frakklandi. Hann var franskt tónskáld, en hann fluttist til Frakklands þriggja ára gamall og fékk franskan ríkisborgararétt. Hann er þekktastur fyrir ljóð sín og munu þær flytja nokkur af þeim, m.a. hið undurfagra A Chloris.

 Hörn Hrafnsdóttir er lærð söngkona og hefur haldið fjölda tónleika ein og með öðrum. Hefur unnið til verðlauna og sungið í Carnegie Hall að því tilefni. Er stofnandi og framkvæmdastjóri Óp-hópsins sem sett hefur upp nokkrar sýningar á ári síðustu 3 árin (m.a. Systir Angelica e. Puccini og Hans og Grétu eftir Humperdinck).  Einnig er Hörn Verkfræðingur og vinnur hjá Verkís auk þess að vera aðjúnkt við HÍ og kennir þar Straumfræði I í Umhverfis- og Byggingarverkfræðideild.

Eva Þyri Hilmarsdóttir hefur lokið prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Danmöru og Royal Academy of Music í London.

Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri verið virkur þátttakandi í flutningi kammer- og ljóðatónlistar og hefur þar að auki frumflutt fjölda íslenskra verka.

Þær stöllur hafa unnið saman um nokkurra ára skeið.

Miðaverð 2.500 kr. 1.500 kr. fyrir eldri borgara og skólanema.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
22/11/2014
Tími:
14:00 - 16:00
Verð:
ISK2.500
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg

Skipuleggjandi

Eva Þyrí Hilmarsdóttir