Hljómar vorsins í Hannesarholti
24/05/2014 @ 14:00 - 15:00
| ISK1.500Margrét S.Stefánsdóttir sópran er fædd í Skagafirði og hóf tónlistarnám þar. Fór síðan í Tónlistarskólann í Reykjavik og stundaði nám hjá Rut Magnússon, Sieglinde Kahmann og Alinu Dubik. Einnig stundaði hún píanónám hjá Jónasi Ingimundarssyni. Lauk einsöngs og söngkennaraprófi og hefur haldið einsöngstónleika víða um land. Margrét er kórstjórnandi og kennir við Tónlistarskóla Árnesinga.
Jane Ade Sutarjo fæddist i Jakarta í Indónesíu árið 1989. Hún hóf tónlistarnám ung að aldri, fyrst á píanó og síðar á fiðlu. Píanónámið hóf hún hjá móður sinni, Marthalenu Sugito en hlaut síðar kennslu hjá Vanda Tiodang og Fabiola Chianiago. Nám á fiðlu stundaði Jane hjá Grace Sudargo og Sharon Eng þar til hún flutti til Íslands haustið 2008. Jane hefur lokið einleikaranámi bæði á fiðlu og píanó frá Listaháskóla Íslands. Á fiðlu lærði hún hjá Guðnýju Guðmundsdóttir og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttir og seinna hjá Peter Maté.
Jane hefur haldið einleikstónleika og komið fram sem einleikari með hljómsveitum í Indónesíu og á Íslandi. Í janúar kom Jane fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún lék píanókonsert nr.1 eftir Chopin. Hún hefur tekið þátt í píanókeppnum bæði í Indónesíu og á Norðurlöndum. Nýlega tók Jane þátt í V. Píanókeppni EPTA og hlaut þar fyrstu verðlaun.