KÍTÓN TÓNLEIKAR – DEA SONANS
16/08/2018 @ 20:00 - 22:00
Dea sonans var stofnaður snemma árs 2018 í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz, sem vann til verðlauna árið 2017 á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús. Kvartettinn flytur aðallega frumsamda tónlist meðlima af fjölbreyttum toga, allt frá latíntónlist til rólegs kammerdjass, en einnig er gripið til þekktra jazzstandarda í útsetningum meðlima.
Dea sonans skipa Alexandra Kjeld á kontrabassa, Rósa Guðrún Sveinsdóttir á saxófónn og þverflautu, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básunu, fiðlu og slagverk og Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó. Söng annast Alexandra, Rósa og Sigrún.
Um flytjendur:
Dea sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkonum. Hann er tilkominn í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Tónleikaröðin vann til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús árið 2017.
Kvartettinn spilar aðallega frumsamda tónlist meðlima. Tónlistin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammerdjass. Hún er í senn lýrísk og aðgengileg og bæði sungin og instrumental.
https://www.youtube.com/watch?v=rJMoQcv9mt4&feature=youtu.be“>Upptaka afflutningi Dea sonans frá Íslensku tónlistarverðlaunum mars 2018.
Dea sonans er:
Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónn/þverflauta og söngur
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, básúna/fiðla/slagverk og söngur
Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó
Efnisskrá tónleika í Hannesarholti:
Megináherslan verður á frumsamda rytmíska tónlist með latin og djass í aðalhlutverki, en einnig er gripið til þekktra jazzstandarda í útsetningum meðlima.