KÍTÓN TÓNLEIKAR – ÖSP ELDJÁRN
02/08/2018 @ 20:00 - 22:00
Fimmtudagskvöldið 2. ágúst halda Ösp Eldjárn, Valeria Pozzo og Örn Eldjárn tónleika í Hannesarholti. Systkinin Ösp og Örn koma frá Tjörn í Svarfaðardal þar sem tónlist hefur ávalt verið ríkjandi partur af hversdeginum og var því ekki að undra að þau skyldu feta þann veg í lífinu. Ösp hélt til Lundúna í tónlistarnám árið 2011 og kynntist þar hinni ítölsku Valeria Pozzo og hafa þær síðan starfað mikið saman í tónlist, en Valeria lék til að mynda á fiðlu og víólu á plötu Aspar, Tales from a poplar tree, sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Þau þrjú munu flytja eigið efni, gamallt og nýtt í bland við eftirlætis ábreiður.
Boðið er uppá kvöldverð í Hannesarholti í sumar alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga við lifandi píanótónlist. Borðapantanir í síma 511-1905 og á hannesarholt@hannesarholt.is