KVÖLDSTUND MEÐ BRYNDÍSI SCHRAM
01/11/2018 @ 20:00
Bryndís Schram var gestur í Hannesarholti í febrúarmánuði á þessu ári. Það var fullt hús og frábærar undirtektir. Nú hefur Bryndís fallist á að vera aftur gestur okkar þann 1. nóvember n.k..
Bryndís mun segja sögur af konum og körlum og börnum og burum af ýmsum breiddargráðum, eins og henni er einni lagið.
Eftir hlé bætist henni liðsauki. Hún og Jón Baldvin munu skipast á um að segja sögur af ævintýraferð með Síberíuhraðlestinni frá Miðríkinu til Moskvu á liðnu sumri.
Miðaasala fer fram á tix.is og aðgangseyrir er 2.500 kr.
Hægt er að bóka borð fyrir kvöldmat á undan kvöldstundinni í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is. Matseðill hér á heimasíðunni samdægurs.