Hleð Viðburðir

Kynning á tvímálaútgáfu Kind Publishing á Tíu leikritum Guttorms J. Guttormssonar.
Ritstjórar bókarinnar, Birna Bjarnadóttir og Gauti Kristmannsson, segja fáein orð um útgáfuna og síðan mun Þór Tulinius lesa úr bókinni.

Guttormur J. Guttormsson (1878-1966) fæddist á bóndabænum Víðivöllum, ekki langt frá Riverton á Nýja Íslandi. Foreldrar Guttorms, þau Jón Guttormsson og Pálína Ketilsdóttir, voru meðal fyrstu innflytjendanna frá Íslandi sem settust að í Manitóba. Þrátt fyrir þá staðreynd að Guttormur fæddist og bjó allt sitt líf í Kanada skrifaði hann einvörðungu á íslensku. Tíu leikrit komu first út á Íslandi árið 1930. Í þessari bók birtist fyrsta endurprentun þeirra sem og fyrsta enska þýðingin á leikritunum.