Hleð Viðburðir

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Bjarni Frímann Bjarnason, píanó

Efnisskrá:
L. van. Beethoven: Sónata fyrir píano og selló, Op. 5, nr. 2 Adagio sostenuto e espressivo – Allegro molto piú tosto presto Rondo. Allegro.

C. Debussy: Sónata fyrir selló og píanó
Prologue
Serenade –
Final

F. Mendelssohn: Sónata fyrir selló og píanó í D-dúr, Op. 58 Allegro assai vivace Allegretto scherzando Adagio Molto allegro e vivace.

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir er fædd 1994. Hún hóf sellónám 5 ára gömul undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Árið 2008 hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lærði hjá Gunnari Kvaran og Sigurgeiri Agnarssyni. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2013 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2012. Sem stendur er hún nemandi Hans Jensen við Northwestern University og stefnir að því að ljúka þaðan bakkalárprófi vorið 2017. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og heldur reglulega tónleika, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Bjarni Frí­mann Bjarna­son er fædd­ur árið 1989 og hóf að leika á fiðlu fjög­urra ára gam­all og stundaði nám hjá Lilju Hjalta­dótt­ur og Guðnýju Guðmunds­dótt­ur. Hann lauk prófi í lág­fiðluleik frá Lista­há­skóla Íslands vorið 2009. Sama ár bar hann sig­ur úr být­um í ein­leik­ara­keppni skól­ans og Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands og lék lág­fiðlukonsert Bar­tóks með sveit­inni á tón­leik­um í janú­ar.

Árið 2011 hóf hann nám í hljóm­sveit­ar­stjórn und­ir hand­leiðslu Fred Butt­kewitz við Tón­list­ar­há­skól­ann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppn­inni í Berlín fyr­ir frum­flutn­ing á pí­anótil­brigðum eft­ir Vikt­or Orra Árna­son ásamt öðrum verðlaun­um fyr­ir frum­flutn­ing á pí­anókonsert eft­ir Ans­gar Beste. Sama ár hlaut hann und­ir­leik­ara­verðlaun­in í ljóðasöngskeppni sem kennd er við Paulu Salomon-Lind­berg í sömu borg.

Bjarni hef­ur komið fram víðsveg­ar um Evr­ópu, bæði sem strengja- og hljóm­borðsleik­ari. Hann stjórn­ar strengja­sveit­inni Skark, sem hef­ur á und­an­förn­um árum staðið fyr­ir ný­stár­leg­um flutn­ingi nú­tíma­tón­list­ar. Þá stjórnaði hann Sin­fón­íu­hljóm­sveit Unga Fólks­ins á tón­leik­um henn­ar á Sigluf­irði og í Reykja­vík í júlí 2014.

Miðaverð:
Almennt verð: kr. 2.500
Námsmenn: kr.1.000

Upplýsingar

Dagsetn:
03/08/2016
Tími:
17:30
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9690/Sonotur_fyrir_sello_og_piano

Skipuleggjandi

Geirþrúður Anna

Staðsetning

Hljóðberg