Sónötur fyrir selló og píanó
03/08/2016 @ 17:30
| kr.2500Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Bjarni Frímann Bjarnason, píanó
Efnisskrá:
L. van. Beethoven: Sónata fyrir píano og selló, Op. 5, nr. 2 Adagio sostenuto e espressivo – Allegro molto piú tosto presto Rondo. Allegro.
C. Debussy: Sónata fyrir selló og píanó
Prologue
Serenade –
Final
F. Mendelssohn: Sónata fyrir selló og píanó í D-dúr, Op. 58 Allegro assai vivace Allegretto scherzando Adagio Molto allegro e vivace.
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir er fædd 1994. Hún hóf sellónám 5 ára gömul undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Árið 2008 hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lærði hjá Gunnari Kvaran og Sigurgeiri Agnarssyni. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2013 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2012. Sem stendur er hún nemandi Hans Jensen við Northwestern University og stefnir að því að ljúka þaðan bakkalárprófi vorið 2017. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og heldur reglulega tónleika, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Bjarni Frímann Bjarnason er fæddur árið 1989 og hóf að leika á fiðlu fjögurra ára gamall og stundaði nám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Sama ár bar hann sigur úr býtum í einleikarakeppni skólans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og lék lágfiðlukonsert Bartóks með sveitinni á tónleikum í janúar.
Árið 2011 hóf hann nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason ásamt öðrum verðlaunum fyrir frumflutning á píanókonsert eftir Ansgar Beste. Sama ár hlaut hann undirleikaraverðlauni
Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar. Þá stjórnaði hann Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins á tónleikum hennar á Siglufirði og í Reykjavík í júlí 2014.
Miðaverð:
Almennt verð: kr. 2.500
Námsmenn: kr.1.000