Hleð Viðburðir

Í tilefni 110 ára afmælis rússneska tónskáldsins Shostakovich. Um Shostakovich lét hinn heimsfrægi sellóleikari Rostrapovich þau orð falla að hann væri Beethoven nútimans.

Á tónleikanum koma fram eftirfarandi flytjendur: Nína Margrét Grímsdóttir – píanóleikari, Sigurður Halldórsson – sellóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir – fiðluleikari og Alexandra Chernyshova – sópran söngkona.

Flutt verður í fullri lengd eitt af frægustu verkum Dimitry Shostakovich – Rómönsusvíta / Romanzen Suite, Op.127 fyrir sópran, fiðlu, selló og píanó, ljóð eftir Alexander Blo k (1880 – 1921). Þetta tónlistarverk sem er sannarlega eitt af áhrifamestu verkum Dmitry Shostakovich  er samið 1967. Aleksandr Blok skrifaði ljóðið um aðalkarakter verksins spáfuglinn “Ptiza Gamajun” þegar hann var bara tvítugur að aldri. Alexanders hafði staðfasta trú á ljóðsköpun sem frelsi harmoníunnar og lifsins. Verkið verður flutt á upprunalegu tungumáli verksins, rússnesku.

N.1. Lied der Ophelia ( sópran og selló )
N.2. Gamajun, der Prophetenvogel ( sópran og píanó )
N.3. Wir waren zusammen ( sópran og fiðla )
N.4. Die Stadt schlaft ( sópran, píanó og selló )
N.5. Sturm ( sópran, píanó og fiðla )
N.6. Geheimnisvolle Zeichen ( sópran, fiðla og selló )
N.7. Musik ( sópran, fiðla, selló og píanó )

Á tónleikanum verður einnig flutt önnur perla Shostakovich – Sónata fyrir selló og píanó, Moderato, Op. 40 sem hann samdi árið 1934.

Guðrún Ásmundsdóttir kynnir.

Miðaverð er 2.900 kr og fyrir eldri borgara, öryrkja og skólanema 2.000 kr.

Veitingastofa Hannesarholts er opin á laugardaginn frá kl.11:00 til 17:00, tilvalið að fá sér brunch eða kaffi áður eða eftir tónleikana. Nánari upplysingar í síma 5111904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

 

Upplýsingar

Dagsetn:
05/11/2016
Tími:
14:00
Verð:
kr.2900
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9811/Shostakovich-Beethoven_nutimans

Skipuleggjandi

Alexandra Chernishova

Staðsetning

Hljóðberg