Hleð Viðburðir

Söng-og leikkonurnar María Skúladóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir halda söngleikjatónleika í Hannesarholti fimmtudaginn 11.ágúst kl 20:00. Þær flytja ýmis lög úr söngleikjum sem settir hafa verið upp á Broadway á síðustu árum, en báðar eru þær nýútskrifaðar úr söngleikjadeild New York Film Academy og mætti því jafnvel kalla þetta útskriftartónleika. Ásamt Jónínu Björt og Maríu verða Andri Geir Torfason með bakraddir, Ásbjörg Jónsdóttir á píanói og Þór Adam Rúnarsson á trommum. Allir hjartanlega velkomnir.