Söngstund að sumarlagi
16/06/2016 @ 20:00
Kristján Sigurðsson og Sæunn Þorsteinsdóttir eru félagar í kór Neskirkju og hittast þar einu sinni í viku til að þenja raddböndin og læra eitthvað nýtt. En í vetur fannst þeim það bara ekki nóg og ákváðu að hittast oftar til að syngja og spila ýmis konar tónlist með gítar- og píanóundirleik.
Kristján er bassi, veiðmaður, grúskari, kennari, hefur gaman af gönguferðum og er áhugamaður um tónlist og alls kyns hljóðfæraleik.
Sæunn er altrödd, bókaormur, listakona sem finnst gaman að horfa, hlusta og hugsa, og hefur verið syngjandi síðan áður en hún lærði að tala.
Lögin sem þau flytja eru mörg frekar á rólegu nótunum og kannski hægt að flokka þau flest sem vísnatónlist, bæði íslensk og erlend. Söngstund með Kristjáni og Sæunni í Hannesarholti verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund.