Spaðatónleikar
14/05/2017 @ 16:00
| kr.2500Hinir ástsælu Spaðar er frægasta óþekkta hljómsveitin á Íslandi og á sér fjölda aðdáendur sem hafa haldið tryggð við sveitina alveg frá því að hún sendi frá sér kasettur sem gengu frá manni til manns á síðustu öld. Á löngum ferli sínum hefur sveitin leikið sígauna- og gyðingamúsík frá Austur-Evrópu, rembetico frá Grikklandi, polka, ræla og ótal valsa, lög í bítlastíl og lög sem hljóma eins og gömul og saklaus íslensk dægurlög. Einkum hefur samt sveitin þó verið vettvangur fyrir lagasmíðar og texta meðlimanna, sem komið hafa út á nokkrum geisladiskum. Núverandi meðlimir Spaða eru: Aðalgeir Arason mandólín og söngur, Guðmundur Ingólfsson kontrabassi, Guðmundur Pálsson fiðla, Guðmundur Andri Thorsson söngur og gítar, Þorkell Heiðarsson harmónikka og hljómborð, Magnús Haraldsson gítar og söngur og Sigurður Valgeirsson trommur.