Hleð Viðburðir

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands Gerrit Schuil píanóleikari, sem unnið hefur ómetanlegt tónlistarstarf á Íslandi undanfarna áratugi, halda styrktartónleika í Hljóðbergi Hannesarholts sunnudaginn 3. mars kl.16. Tónleikarnir bera yfirskriftina Mozart Meditation, en efnisskráin samanstendur af sumum fegurstu sónötuþáttum og öðrum verkum Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Guðný flutti öll 32 verkin eftir Mozart ásamt 8 píanóleikurum á tónleikaröðinni Mozartmaraþon, sem stóð yfir í Hannesarholti allt síðastliðið ár. Gerrit tók þátt í tveimur þeirra. Má segja að þessir tónleikar séiu nokkurs konar endapunktur og þakklætisvottur flytjenda til Hannesarholts. Guðný og Gerrit gefa vinnu sína og góðinn fellur allur í hlut hússins, „sem með óeigingjarni starfsemi sinni ræktar fjölbreytt menningarlíf, flytjendum til gagns og áheyrendum til yndis og ánægju.“

Hannesarholt, sem nýverið fagnaði 6 ára afmæli sínu, kann Guðný og Gerrit bestu þakkir fyrir framtakið og gestum fyrir að veita sinn stuðning með því að kaupa miða og mæta á tónleikana.

Upplýsingar

Dagsetn:
03/03/2019
Tími:
16:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904