Hleð Viðburðir

Þórunn Bára Björnsdóttir opnar þriggja vikna sýningu í Hannesarholti þann 26. október 2019 klukkan 15. Þórunn Bára vinnur með náttúruskynjun og telur að meðvituð skynreynsla sé nauðsynleg viðbót við framlag náttúruvísindanna og hvetji til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar ábyrgðar einstaklingsins á umhverfi og eigin lífi. List þarf að upplifa og verður seint útskýrð. Náttúran hefur mótað lífssýn þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Við erum náttúra.

Þórunn Bára vinnur verk sýn með tilvísun til þróunar lífs í Surtsey og beinir sjónum að fléttum á hraunhellum, landnámi mosa í eldfjallajarðvegi, frumgróðri í fjöru og bólfestu plantna á hrjóstrugu undirlagi. Hún vekur þannig athygli á hinu smáa en mikilvæga í vistkerfi jarðar: vistkerfi sem nú er ógnað af auknum hraða hnatthlýnunar og eyðingu skóga víðsvegar um heiminn.

Þórunn Bára lauk myndlistarnámi frá Listaháskólanum í Edinborg og Wesleyan háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og erlendis. Þórunn Bára er félagi í SÍM.

Sjá nánar um verk hennar á vefsíðunni www.thorunnbara.is og á Facebook: Thorunn Bara Bjornsdottir@thorunnbara. Netfang; thorbara@gmail.com og sími 6621845.

Surtsey, a new beginning: Beauty is in the ordinary

Thorunn Bara is an Icelandic contemporary artist, graduated from ECA in Scotland and Wesleyan University, Ct., USA. She concerns herself with our often troubled relationship with natrue and aims to draw attention to nature by lifting up ordinary, important and often overlooked plant species.

She gets inspiration from a newly formed island named Surtsey, South of Iceland, which was formed by a sub-ocean volcanic eruption some 55 years ago. Surtsey is an open laboratorium for natural scientists who study how life settles on a barren ground. Surtsey is on UNESCO world heritage list.

You can follow Thorunn Bara on Facebook at Thorunn Bara Bjornsdottir@thorunnbara and viewed on her home-page: www.thorunnbara.is Contatact information: phone: +3546621845 and e-mail: thorbara@gmail.com

Upplýsingar

Byrja:
26/10/2019
Enda:
15/11/2019
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð