SYNGJUM SAMAN MEÐ JÓHANNI OG GUNNARI
23/09/2018 @ 14:00 - 15:00
Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Hannesarholt hefur hlúð að þessarri afleifð frá upphafi og býður reglulega uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, Íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks.
Bræðrasynirnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson hafa áður stýrt söngstundinni af alkunnri snilld, og taka boltann sunnudaginn 23. september kl.14. Jóhann hefur verið í kórum allt frá blautu barnsbeini og Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina, jafnframt því að sinna útgáfustarfsemi og sýna töfrabrögð ýmiskonar. Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða kr.1000. Veitingahúsið á hæðinni fyrir ofan er opið frá 11.30 -17 fyrir helgardögurð (brunch), kaffi, kökur og meðlæti.
Hér er upptaka söngstundum þeirra frænda í Hljóðbergi fyrir ári síðan: