2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Svavar Knútur söngvaskáld stjórnar Syngjum saman af alkunnri snilld og hlýju sunnudaginn 18.nóvember kl.14. Hannesarholt leggur rækt við sönghefðina, og býður uppá söngstund fyrir fólk á öllum aldri hálfsmánaðarlega eða þar um bil yfir vetrarmánuðina. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur. Veitingastaðurinn í Hannesarholti er opinn frá kl.11.30-17. Kjörið að koma í helgardögurð á undan eða heitt súkkulaði og kökubita á eftir.

Upplýsingar

Staðsetning

  • Grundarstígur 10
    Reykjavík, 101 Iceland
    + Google Map
  • Phone 5111904
Go to Top