ÞRÍEYKIÐ – TÓNLEIKAR
17/10/2019 @ 20:00 - 22:00
ÞRÍEYKIÐ Valgeir, Vigdís Vala og Magnús heldur tónleika í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 17. október kl. 20. Sérsmíðuð tónlist og textar Valgeirs og Vigdísar Völu sem leika og syngja ásamt bakhjarlinum og verkfræðingnum Magnúsi Oddssyni. Góður rómur var gerður að fyrstu tónleikum Þríeykisins í Hannesarholti í september og meðmæli auðfengin.
Veitingastofurnar framreiða kvöldverð fyrir þá sem kjósa á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.