Hleð Viðburðir
Valgerður Jónsdóttir, tónlistarkona frá Akranesi, á að baki langan og fjölbreyttan feril í tónlistinni og á orðið mikið safn laga og texta sem hún hefur samið gegnum tíðina.
Á dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt blanda af tón- og textasmíðum Valgerðar en hún hefur bakgrunn í klassískri tónlist sem og popp og þjóðlagatónlist og endurspeglast þessi áhrif í tónlist hennar. Valgerður syngur og leikur á píanó/gítar en með sér á tónleikunum hefur hún frábæran hóp samstarfsfólks sem hún hefur unnið með áður við ýmis tónlistartengd verkefni. Þá verða flutt nokkur íslensk þjóðlög í bland við frumsömdu lögin. Gaman er að geta þess að á tónleikunum verður flutt lag Valgerðar, Áraskiptin 1901-1902, sem hún samdi við ljóð Hannesar Hafstein, en lagið hlaut 1. verðlaun í Lagakeppni Hannesarholts haustið 2020.
Með Valgerði á tónleikunum leika:
Þórður Sævarsson gítar
Sylvía Þórðardóttir harmonikka, ukulele og söngur
Sveinn Arnar Sæmundsson píanó
Arnar Óðinn Arnþórsson trommur
Sveinn Rúnar Grímarsson bassi

Upplýsingar

Dagsetn:
03/06/2021
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website