Hleð Viðburðir

Björg Brjánsdóttir flautuleikari, og Tina Margareta Nilssen píanóleikari ásamt Stine Aarønes fiðluleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara, flytja verk eftir Beethoven, Grieg og Sjostakovitsj á notalegum tónleikum í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts.

Dagskrá: Edward Grieg: Úr fiðlusónötu í c moll Ludwig van Beethoven: Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 7 í c moll Dimitrij Shostakovitch: Píanótríó nr. 1 í c moll

Nánar um Björgu og Tinu Margreta:
Tina Margareta Nilssen (www.tinanilssen.no) kemur frá Þrándheimi og starfar sem píanóleikari í Osló. Hún stundaði einleikaranám í Osló, Þrándheimi og Berlín þar sem kennarar hennar voru Jiri Hlinka, Heide Görtz, Jens Harald Bratlie og fleiri. Tina hefur gefið út þrjá geisladiska með píanódúói sínu Dena (www.denapianoduo.com) sem allir hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Tina hefur komið fram á tónleikum í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Sviss, Spáni, Englandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og Ítalíu, og hefur spilað einleik með ýmsum hljómsveitum innan Noregs. Auk þess að vera virk sem píanóleikari hefur Tina þróað og skapað Timani, aðferð fyrir tónlistarmenn (timani.no). Hún rekur Timani akademíuna í Osló og kennir reglulega í Óperuháskólanum í Osló, Tónlistarháskóla Noregs, Baratt Due tónlistarskólanum og í háskólum í Tromsø og Þrándheimi. Hún kennir einnig ýmsum atvinnuhljómsveitum og þekktum flytjendum og hefur haldið Timaninámskeið í fjölmörgum löndum.

Björg Brjánsdóttir lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2012 undir handleiðslu Hallfríðar Ólafsdóttur og Magneu Árnadóttur og hélt þá áfram einleikaranámi við Tónlistarháskóla Noregs í Osló og Tónlistarháskólann í München. Þar hafa aðalkennarar hennar verið Per Flemström, Andrew Cunningham, Stephanie Hamburger og Natalie Schwaabe. Björg hefur komið fram með mörgum hljómsveitum og hópum, til að mynda Caput, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Neue Philharmonie München og Forsvarets Stabsmusikkkorps í Osló. Björg er einnig lærður Timanikennari eftir þriggja ára nám í Timaniakademíunni undir handleiðslu Tinu, og hefur kennt við Listaháskóla Íslands, Tónlistarháskólann í München og Tónlistarhátíð Unga Fólksins ásamt fjölda helgarnámskeiða og einkatíma. Hún hélt einnig erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Art in Motion – Training for Excellence í München sumarið 2016.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
11/02/2017
Tími:
14:00
Verð:
kr.2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9935/Tonleikar-Gestur_fra_gamla_landinu

Skipuleggjandi

Olivier Manoury

Staðsetning

Hljóðberg