Tónleikar færeyska tríósins END
16/11/2014 @ 16:00 - 18:00
| ISK2.500Færeyska tríóið END eða Tríó Edvard Nyholm Debess skipa þrír reyndir tónlistarmenn frá Þórshöfn. Þeir Edvard Nyholm Debess – kontrabassi og söngur, Finnur Hansen á píanó og Rógvi á Rógvu leikur á trommur og slagverk. Sérstakir gestir eru Sigurður Flosason saxófónleikari og Agnar Már Magnússon píanóleikari.
Tónlistina semja bassaleikari og söngvari END og samanstendur hún af ómþýðum jazzlögum með svolitlu gospel- og þjóðlagaívafi. Einnig flytur tríóð ný færeysk lög í sama stíl.
Tónlistarmennirnir þrír hafa spilað saman í mörg ár, bæði sem hljómsveit og einnig sem undirleikarar fjölda söngvara og einleikara.
Þeir hafa allir sótt Ísland heim og hafa leikið með bæði íslenskum og færeyskum listamönnum, þar á meðal:. Tómasi R. Einarssyni, Eivør, Sigurði Flosasyni, Jógvan Hansen, Guðmundi Péturssyni, Agnari Má Magnússyni, Matthíasi Hemstock, Kjartani Valdemarssyni og fleirum.
Þetta er fyrsta ferð þeirra til Íslands sem hljómsveit.