This event has passed.
Tónleikar “Fram á FLEY-iferð”
30/03/2014 @ 16:30 - 18:30
| ISK1500Tilefni tónleikanna er margþætt, m.a. útkoma fræðibókarinnar „Endurnýjanleg raforka” eftir einn meðlima tríósins, Egil seint á síðasta ári en leiknar verða m.a. útsetningar hans á nokkrum lögum Gylfa Þ. Gíslasonar, fv. menntamálaráðherra, prófessors og tónskálds. Gylfi lagði sem kunnugt er, að öðrum ólöstuðum, grunninn að öflugu starfi íslenskra tónlistarskóla undafarna áratugi.
Tónleikarnir eru einnig baráttutónleikar fyrir samþættingu lista, vísinda og tækni í akademísku starfi og í akademísku frelsi og sköpun — og einnig fyrir gagnkvæmri virðingu og virðisauka þessara greina innbyrðis og gegn aðskildri og oft skrifræðislegri og skaðlegri hólfun þeirra.
Á efnisskránni er auk þess verk eftir Dave Brubeck og Oscar Peterson ofl. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi m.a. á skemmtiferðaskipinu „The World”, en fær nú endurnýjaða og endurnýjanLEGA orku…
Jazztríóið FLEY skipa:
Egill Benedikt Hreinsson, píanó
Gunnar Hrafnsson, bassi
Kjartan Guðnason, trommur