Hleð Viðburðir

Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Turchi í Hannesarholti fimmtudaginnn 11.apríl kl.20.

English below//

Ingibjörg Turchi bassaleikari og Hróðmar Sigurðsson gítarleikari hafa verið í samstarfi um árabil í ýmsum hljómsveitum. Þau hafa gefið út nokkrar plötur á síðustu árum. Ingibjörg Turchi, Meliae (2020) og Stropha (2023) og Hróðmar, Hróðmar Sigurðsson (2021). Dúóið mun leika nýja tónlist fyrir gítar og rafbassa sem kemur út á plötu árið 2024 ásamt úrvali af verkum af plötum hvors annars í bland við spuna.

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum en einnig hefur hún samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem frumflutt var vorið 2021 á vegum Ung-Yrkju og SÍ. Hún hefur einnig leikið í hljómsveit í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og verið partur af verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, sem var sett upp í Hafnarhúsinu 2017. Sl.tvö ár hefur Ingibjörg verið í húsbandi Idol-stjörnuleitar á Stöð 2.

Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae, og hélt áfram að víkka út hljóðheim sinn með hjálp hljómsveitar sinnar. Árið 2020 hlaut platan Meliae Kraumsverðlaunin, var valin plata ársins af Morgunblaðinu og straum.is og fékk 5 stjörnur í gagnrýni Morgunblaðsins. Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 hlaut Ingibjörg sex tilnefningar og hlaut tvenn verðlaun, annars vegar fyrir plötu ársins í flokki Djass-og blústónlistar og fyrir Upptökustjórn í Opnum flokki. Einnig var hljómsveitin valin til að fara fyrir hönd Íslands á Nordic Jazz Comets 2020 og í kjölfarið á Finnlandstúr í september 2021. Í september 2021 var platan svo tilnefnd til Hyundai Nordic Music Prize. Haustið 2023 kom svo út platan Stropha á vegum Reykjavik Record Shop og hefur henni verið vel tekið og fékk m.a.tilnefningu í flokknum Upptökurstjórn ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024.

Hróðmar Sigurðsson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2017 með burtfararpróf í rafgítarleik og hefur starfað sem tónlistarmaður síðan. Hann hefur farið um víðan völl og leikið þvert á stíla með tónlistarmönnum eins og Elísabetu Ormslev, Ife Tolentino, Teiti Magnússyni, Benna Hemm Hemm og Samúel Jón Samúelssyni ásamt því að starfrækja sína eigin hljómsveit. Hróðmar gaf út sína fyrstu hljómplötu árið 2021 ,,Hróðmar Sigurðsson“. Hróðmar var valin Bjartasta vonin í Djass og blúsflokki á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2022 og hljómsveit Hróðmars hlaut einnig tilnefningu sem flytjandi í sama flokki.

Hróðmar Sigurðsson, rafgítar og lap steel

Ingibjörg Turchi, rafbassi

Tónleikaröð í samstarfi við Magnús Jóhann Jónsson

English //

Bass player Ingibjörg Turchi and guitarist Hróðmar Sigurðsson have been collaborating for years now in various bands. They have both released separate albums in the last years, Ingibjörg Turchi, Meliae 2020 and Stropha 2023 and Hróðmar, Hróðmar Sigurðsson 2021. The duo will play new music for guitar and electric bass which will be released on an album in 2023 along with selection of pieces from each other’s albums and improvisation.

Bass player and composer Ingibjörg Turchi have been a mainstay in the Icelandic music scene for the last ten years. Ingibjörg has played with many of the nation’s most beloved artists in all genres, both in concerts and on recordings. She has also worked in theater and art shows. Since 2017, Ingibjörg has performed regularly under her own name with her band. She has released two solo albums, Wood / work (2017) and Meliae (2020), the latter of which won the Kraumur Prize and was chosen album of the year by Morgunblaðið and straum.is. Meliae also received an award as the Album of the Year in the Jazz and Blues category and for Sound Production of the Year at the Icelandic Music Awards of 2021. Ingibjörg’s work, Anemos, was premiered by the Iceland Symphony Orchestra on behalf of Ung-Yrkja in April 2021. Meliae was nominated for the Hyundai Nordic Music Prize in 2021. She released her new album, Stropha, in 2023.

The guitarist Hróðmar Sigurðsson graduated from the FÍH Music School in 2017. Since then, he has worked as a musician and played music with various musicians in all genres. He has also played in bands in theater. Hróðmar’s first album, named after him, was released in August 2021 and was released by Reykjavik Record Shop. Hróðmar received recognition at the Icelandic Music Awards 2021 as Newcomer of the Year in the Jazz and Blues category and his band was nominated for Music Performer of the Year, also in the Jazz and Blues category.