Marbel á ferð og flugi
13/07/2017 @ 20:00
| kr.2500Skemmtilegir tónleikar þar sem komið er við á ýmsum stöðum og flutt er tónlist í mismunandi samsetningum, skipuðum klarínettu, víólu og sellói.
Marbel Ensemble er ungur kammerhópur staðsettur í Rotterdam, Hollandi, sem hóf starfsemi sína árið 2015. Meðlimir hópsins kynntust þegar þau voru við nám í Codarts listaháskólanum í Rotterdam og Konunglega tónlistarháksólanum í Haag. Nafnið Marbel kemur frá blönduðum bakgrunni meðlima allt frá mismunandi heimsálfum til mismunandi tónlistar stíla. Þau kynna fjölbreytta tónlist, sem spanna allt frá fyrstu til nýjustu tónlistar tónlistarsögunnar.
Marbel Ensemble hefur komið fram við ýmis tækifæri og spilað tónleika á ýmsum stöðum. Þau leggja áherslu á að tengja við áheyrendur og koma einnig fram á minni stöðum þar sem tengslin við áheyrendur eru nánari, eins og á elliheimilum, spítölum eða þar sem þau geta fært gleði inn í dag fólks með tónlistinni.
Eins og nafnið gefur til kynna er hópurinn mjög liðlegur í samsetningum og þá ekki bara í hinni hefðbundnu samsetningu. Oftast vinna þau sem klarinettukvintett, en úr þeim hljóðfærahópi búa þau gjarnan til minni samspil eins og verður á þessum tónleikum, þar sem hópurinn er samsettur úr klarínettu, víólu og sellói.
Meðlimir:
Mayuko Takeda kemur frá Japan og hóf klarínettu nám sitt þegar hún var 9 ára gömul í heima bæ sínum Hokkadio. Árið 2011 tók hún Bachelor of Music gráðu frá Sapporo Otani Universety þar sem kennari hennar var Noboru Taga. Um haustið flutti Mayuko til Rotterdam í Hollandi þar sem hún hóf bassa klarínettu nám hjá Henri Bok og klarínettu nám hjá Nancy Braithwaite í Codarts, listaháskólanum þar í borg. Í júní 2015 kláraði hún sína aðra Bachelor gráðu og nú í sumar lauk Mayko Mastersnámi sínu frá Codarts.
Úlfhildur Þorsteinsdóttir hóf ung að aldri fór hún að sýna áhuga á tónlist og hóf fiðlunám samkvæmt Suzuki aðferðinni þegar hún var rúmlega þriggja ára. Seinna meir lá leið hennar í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hennar fiðlukennari var Auður Hafsteinsdóttir þar til Úlfhildur útskrifaðist vorið 2008. Þá um haustið hóf hún fiðlunám í Listaháskólanum undir handleiðslu Ara Vilhjálmssonar. Á Listaháskólaárunum var víólan hennar annað hljóðfæri. Eftir útskrift vorið 2011 lá leið Úlfhildar til Berlínar þar sem hún sótti fiðlutíma hjá Gerði Gunnarsdóttur. Frá sumri 2012 hefur víólan verið aðal hljóðfæri Úlfhildar og hóf hún nám við Konunglega tónlistarháksólann í Haag í Hollandi þá um haustið undir handleiðslu Ásdísar Valdimarsdóttur. Vorið 2016 útskrifaðist Úlfhildur með Bachelor gráðu í víóluleik og hóf mastersnám um haustið við Codarts, listaháskólann, í Rotterdam þar sem kennari hennar er Julia Dinerstein.
Sebastiaan van den Bergh hóf sellónám sitt við 8 ára aldur á Ítalíu. Eftir fjögura ára dvöl fjölskyldunnar fluttust þau aftur til Hollands þar sem Sebastiaan hélt selló námi sínu áfram hjá Rob Hageman og seinna hjá Rosalie Seinstra í Hellendaal Institute. Eftir útskrift úr menntaskóla hóf Sebastiaan nám við tónlistarháskólann í Amsterdam undir handleiðslu Jeroen den Herder þaðan sem hann útskrifaðist árið 2013 með Bachelor gráðu. Sebastiaan útskrifaðist með Mastersgráðu í selló leik frá Codarts, listaháskólanum í Rotterdam árið 2016.