Hleð Viðburðir

Rithöfundar lesa úr bókum sínum
Sannkölluð jólastemmning verður sunnudaginn 11. desember í Hannesarholti en þá munu valinkunnir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Kaffihúsið verður að sjálfsögðu einnig opið.

13:00 Viðar Hreinsson: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Jón lærði Guðmundsson (1574-1658) var skáld, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, málari, tannsmiður og sjálflærður andófsmaður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Íslands

13.20 Atli Antonsson: Nýbyggingar, smásögur og einþáttungar.

13.40 Bjarki Bjarnason: Ljón norðursins  – ævisaga Leós Árnasonar).

14.00 Vilborg Bjarkadóttir: Líkhamur, örsögur.

14.20 Hallveig Thorlacius, Svarta paddan, þriðja bókin í ritröð spennusagna fyrir unglinga um íslensku indjánastelpuna Hrefnu Esmeröldu.

Upplýsingar

Dagsetn:
11/12/2016
Tími:
13:00
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Baðstofuloftið í Hannesarholti
Grundarstígur 10
Reykjavík , 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904