Hleð Viðburðir

Flutt verður tónlist af nýútkomnum geisladiski Hljóð. Þar er að finna frumsamda tónlist eftir Ástvald Zenki fyrir jazzpíanótríó. Tónlistin er einlæg í einfaldleika sínum og býður hlustandanum að líta inn á við og sameinast andránni. Tónsmíðarnar eiga sér sterkar rætur í djasshefðinni, tónlistin er skapandi og óþvinguð; seiðandi lýrik og flæðandi rytmi. Innblástur er sóttur í Zen búddisma, þar sem bent er á innsta eðli hlutanna á sem einfaldastan hátt. Fram koma, ásamt Ástvaldi þeir Birgir Bragason bassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari.

Upplýsingar

Dagsetn:
07/12/2014
Tími:
17:00 - 18:30
Verð:
ISK2.500
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg