Útskriftartónleikar LHÍ 2023 // Ása Ólafsdóttir
27/04/2023 @ 11:30 - 12:30
Ása Ólafsdóttir lýkur Bakkalárnámi í tónsmíðum frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Útskriftarverk hennar er í formi innsetningar og ber yfirskriftina ,,Voð“ en þar skapar Ása nýjan hljóðheim þar segulbandstæki, kassettur og lúpppedalar koma við sögu.
Innsetningin opnar kl. 13:00 í Hannesarholti þann 27.apríl og stendur yfir í þrjá daga eða til 29.apríl.
Flytjendur //
Ana Luisa Diaz de Cossio, fiðla Cameron Anderton, fagott Rún Árnadóttir, selló Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, slagverk Ása Önnu Ólafsdóttir, raf. _____________________________
Ása er tónskáld, gítar-, píanó- og orgelleikari. Hún gengur undir listamannsnafninu Asalaus og hefur verið virk í grasrótarsenunni í Reykjavík. Ása hefur gefið út nokkrar plötur, bæði sem Asalaus og sem meðlimur hljómsveitarinnar Ateria sem sigraði Músíktilraunir árið 2018. Tónsmíðar Ásu beinast mikið að tilraunum með hljóð og nótnaskrift.
Voð
Nokkrum hljóðeiningum er raðað um rýmið og einskonar hljóðumhverfi búið til. Einingarnar virka þannig að spilaðar eru lúppur af tónlist sem er tekin upp fyrirfram og yfirfærð á segulbandstæki, kassettutæki og lúpppedala. Þessar einingar spila tilviljanakennt saman inni í rýminu og vefast endalaust saman á nýja vegu, nýjar útsetningar verða stöðugt til. Því mun hver hlustandi fá einstaka upplifun af verkinu.
Hver hljóðeining hefur að geyma upptöku af einu hljóðfæri, en hljóðfærin sem eru notuð eru selló, fagott, fiðla og slagverk ásamt rafhljóðum. Fyrir hvert hljóðfæri er búið til grafískt skor sem er til sýnis við hljóðeiningu tilheyrandi hljóðfæris. Svona er tónlistin líka sýnileg, þar sem hægt er að skoða grafísku skorin og bera saman við það sem heyrist.
Það að innsetningin búi sífellt til nýjar samsetningar hljóða má bera saman við lífið almennt. Innsetningin býr til endalaust fleiri „nú“ og ekki er hægt að sækja aftur þau augnablik sem stöðugt líða hjá. __________________
**ENGLISH**
Ása Ólafsdóttir completes her Bachelor Degree in composition from IUA Music Department. Her graduation project „Voð“ is a sound installation were loop pedals, cassets and tape recorder play the main role in a new sound scape.
Opening event in Hannesarholt // April 27th at 6:30 pm
Installaion openings // April 28 – 29th at opening hours.
Performers //
Ana Luisa Diaz de Cossio, violin Cameron Anderton, bassoon Rún Árnadóttir, cello Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, percussion Ása Önnu Ólafsdóttir, electric sound. _______________________________
Ása is a composer, guitarist, pianist and organist. She has a project called Asalaus and has been active in the underground music scene in Reykjavík. Ása has released a few albums, both as Asalaus and as a member of Ateria, that won Músíktilraunir (The Iceland Music Experiments) in 2018. Ása’s compositional practice is focused on experiments with sound and notation.
Voð
A few sound units are distributed around the space, creating a sound environment. These sound units consist of loops of music recorded beforehand and then transferred onto reel-to-reel tape machines, cassette players, and loop pedals. The units play together randomly inside the space, constantly generating new arrangements. As a result, each listener will have a unique experience of the piece.
Each sound unit stores a recording of a single instrument, and the instruments used in the installation are the cello, bassoon, violin, percussion, and electronics. For each instrument, there is a graphic score that is on show by the instrument’s corresponding sound unit. In this way, the music is made visible, and the listener can compare the score to what they hear.
The installation’s constant generation of new combinations of sound can be compared to life in general. The installation creates infinite „nows,“ and it is impossible to retrieve the moments that constantly pass by.