Hleð Viðburðir

Þura – Þuríður Sigurðardóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist 2001 frá Listaháskóla Íslands. Þar áður sótti hún tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur og nam við listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1996-98. Hún sótti einnig námskeið í íkonamálun hjá prófessor Yuri Bobrov, prófessor í íkonafræðum við Listakademíuna í St. Pétursborg.

Frá námslokum hefur Þuríður unnið að myndlist og sýnt víða bæði innanlands og utan. Hún fæst fyrst og fremst við olíumálverk og viðfangsefnið er gjarnan náttúran, stundum með þröngt eða óvænt sjónarhorn. Hún hefur kennt við Myndlistaskóla Reykavíkur og á eigin námskeiðum og verið sýningarstjóri. Þuríður var einn af stofnendum START ART listamannahúss sem starfrækt var frá árinu 2007 – 2009. Galleríið stóð fyrir listverkefninu „Laugavegurinn“ á Listahátíð í Reykjavík vorið 2009 með þátttöku fjölda listamanna og almennings. Í framhaldi var gefin út bókin LAUGAVEGURINN 2009 og þar sat Þuríður í ritstjórn. Þuríður hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið í stjórn Sambands íslenskra listamanna og Bandalags íslenskra listamanna. Hún átti þátt í stofnun og rekstri Opna Gallerísins sem nýtti sér ýmis rými í 101 Reykjavík 2002-2003.

Þuríður var valin bæjarlistamaður Garðabæjar 2004.

Úr sýningarskrá:

Nýlega birti Veðurstofa Íslands niðurstöður nýrra mælinga á jöklabúskap Snæfellsjökuls.Talið er líklegt að jökullinn verði að mestu horfinn um miðja öldina. Hann hefur rýrnað mikið vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi og er flatarmál hans nú minna en 10 ferkílómetrar. Árið 1910 var flatarmálið um 22 ferkílómetrar.

Viðbrögð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, við þessum fréttum voru á þá leið að sér þættu þetta dapurlegt: „Sem einstaklingur sem ólst upp við að hafa Snæfellsjökul í bakgarðinum, þá eru þetta náttúrulega alls ekki góð tíðindi fyrir okkur Íslendinga.“ Síðan fór hann út í samhengið á heimsvísu og pólitísk viðbrögð við loftslagsbreytingum. Ráðherra dró ekki dul á þá persónulegu tilfinningu sem bærist í brjósti svo margra þegar maður skynjar breytingarnar í sínu nánasta umhverfi. Umhverfi sem er svo mikið meira en bara landslag eða sjóndeildarhringur. Ef til vill er það einmitt þá sem fólk vaknar til vitundar af alvöru. Jökullinn er nefnilega langt frá því að vera bara að jafnaði um 30 metra metra þykkur ís sem hylur um 10 ferkílómetra lands. Hann er fyrst og fremst dulmagnað náttúrufyrirbæri sem hefur örvað náttúruskynjun og sköpunargleði manna alla tið.

Í skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness, Heimsljós (1937–40) um skáldið og sveitarómagann Ólaf Kárason er lýst leit hans að fegurðinni: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Snæfellsjökull er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, en söguhetjan ferðast að miðju jarðarinnar frá jöklinum. Hann hefur birst í málverkum Muggs, Jóhannesar S. Kjarvals, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínar Jónsdóttur og fjölda annarra listamanna. Margir telja að frá Snæfellsjökli stafi sérstök jarðorka og finna sumir mjög sterk áhrif frá jöklinum. Telja þeir hann vera eina af sjö stærstu orkustöðvum jarðar og nágrenni hans kjörlendi til heilunar.

Það er því ekki að undra að tilhugsunin um að þessi fastapunktur í tilverunni muni hverfa sjónum okkar og þar með úr hugskoti okkar hafi djúpstæð áhrif. Á degi jarðar fyrir þremur árum, skömmu áður en hið svokallaða Parísarsamkomulag var undirritað, fann listamaðurinn Þura sig knúna til þess að tjá hugsanir sínar um áhrif loftslagsbreytinga í myndverki. Viðfangsefnið varð ósjálfrátt Snæfellsjökull, jökullinn sem hún ólst upp með „í bakgarðinum.“ Síðan þá hefur efnið sótt æ sterkar á hana og málverkin safnast upp í þá sýningu sem hér um ræðir. Náttúruvernd og umhverfisvitund hafa þó alla tíð verið hluti af listsköpun Þuru með beinum og óbeinum hætti. Sem dæmi tókst hún á við náttúru votlendisins, mýrarnar með sínu gróðurlífi, vatnafari og mýrarrauða. Stór hluti votlendis hér á landi hefur tekið miklum breytingum vegna breyttrar vatnstöðu í kjölfar framræslu. Mýrar hafa að geyma ógrynni af kolefni og allar breytingar í kolefnisbúskap þessara vistkerfa því mikilvægar á hnattræna vísu. Þura beindi sjónum sínum, og okkar um leið, að þessu einstaka náttúrufyrirbæri.

Nú eru það jöklarnir. Snæfellsjökull fer fremstur í flokki en margir aðrir koma við sögu, til að mynda Öræfajökull, Eiríksjökull og Eyjafjallajökull. Þura gengur lengra en að mála eftirmyndir af jöklunum, þeim bregður vissulega fyrir en að stærstum hluta virðist sem þeir séu að leysast upp, bráðna, leka niður, verða gegnsæir og jafnvel algerlega ósýnilegir. Stundum vart annað en minning. Þegar rýnt er í undirlag málverkanna kemur ýmislegt í ljós, því þar leynist annar myndheimur af ólíkum toga. Á stöku stað glittir í fyrrnefnt votlendi. Þá bylgjur norðurljósa. Eða silfraða frostpolla. Þegar allt kemur til alls eru jöklamálverk Þuru öll unnin á undirlag eldri málverka. Þar má sjá kunnugleg þemu frá fyrri myndaröðum hennar. Þannig kemur í ljós marglaga tilfinning fyrir tíma, því að náttúrufyrirmyndir listamannsins eiga tilvist sína undir kosmískum tímaskala en um leið finnum við nú á eigin skinni að þau geta máðst út á einni mannsævi ef ekki skemur. Málverkin eru frá tveimur tímaskeiðum sem minnir á hvernig tíminn líður „á okkar vakt“ án þess að við fáum nægilega mikið að gert til þess að stemma stigu við ógninni. Eða hvað hefur áunnist siðan Parísarsáttmálinn var undirritaður? Loks er það tími málverksins, sem nostursamlega unnin málverk Þuru frá fyrri tímabilum bera svo glöggt vitni en svo bregður við allt annan tón í hinu nýja yfirlagi jöklamyndanna sem virðast unnar í einu vetfangi, í miklu flæði og ekki að fullu undir stjórn listamannsins. Ekki einu sinni hvítir rammarnir ná að stöðva öra framrásina.

Síðast en ekki síst læðist að manni hugmyndin um einhvers konar fórn. Eða er ekki algjör synd að mála yfir þessi fallegu verk frá fyrri tíð? Hér kallast á eftirsjá eftir einhverju sem var og sú áskorun að taka sig taki og horfa fram á veg. Í stað depurðar yfir missinum vaknar uppörvunin við að endurnýta, njóta augnabliksins en leyfa því síðan að líða hjá og gleðjast yfir einhverju nýju. Jöklamyndir Þuru eru margræð áminning í umræðu sem – til allrar hamingju – hefur stigmagnast á þeim fáu árum frá því að málarinn hófst handa við fyrstu verkin á sýningunni.

English:

Que sera sera ?

Þura – Þuríður Sigurðardóttir

Starting May 10th – 2019

thura@thura.is

Recently Iceland’s Weather Bureau released new findings from glacier research of Snaefellsjokull glacier. It is estimated that the glacier will have for the most part disappeared around 2050. It has shrunk considerably due to warmer climate in recent decades down to less than 10 square kilometers, down from 22 in 1910.

The reaction of Gudmundur Gudmundsson, Minister of the Environment, was that of sadness. „As someone who grew up having Snaefellsjokull glacier in the back yard, this is bad news for us Icelanders.“ He went on to discuss the global context and political response to global warming. He shared his personal feelings for so many who experience these changes in their nearest surroundings. Perhaps that is precisely when people wake up to the reality facing the world, when it cuts close to home. The glacier is not merely a 30 meter thick ice cap on a land of about 10 square kilomters. It is first and foremost a mysterious natural phenomenon which has stimulated creativity and a sense of nature throughout the ages.

In Halldor Kiljan Laxness’ novel Light of the World (1937-40) he describes the protagonist’s Olafur Kárason’s search for beauty in these terms: „Where the glacier touches the sky the land ceases to be of this earth and becomes a part of heaven, where no sorrows exist and therefore joy is not necessary, there beauty alone reigns, far and beyond any demand.“ Snaefellsjokull glacier is the setting for Jules Verne’s Journey Through the Center of the Earth, in which the protagonist travels into the Center of the Earth through the glacier. It has also appeared in the paintings of Icelandic painters Muggur, Johannes S.Kjarval, Juliana Sveinsdottir and Kristin Jonsdottir to name but a few. Snaefellsjokull glacier is thought to have unique energy and there are those who have described profound experiences in it’s proximity. They believe it to be one of the seven chakra’s of the world and the surrounding area an ideal location for healing.

Thus, it is little wonder that people are alarmed at the prospects of this North Star of our existence in Iceland disappearing for our very eyes and from our imaginations. On Earth day, three years ago, shortly before the Paris Resolution was signed, the artist Thura found herself compelled to express her thoughts on the effects of global warming in a painting. The model Snaefellsjokull glacier came automatically to her, the one she grew up with in the back yard.

Since then she has been haunted by this topic and the paintings for this exhibit came into being. Nature preservation and awareness has always been a part of Thura’s creative work, directly or indirectly. She grew up with wetlands, the myres with their unique flora, „vatnafari og mýrarrauði..“ A considerable decrease in the areas still considered wetlands in Iceland has occured due to shrunk water levels …..“vatnsstöðu í kjölfar framræslu.“ The myres have an abundant amount of CO, and therefore those changes have global implications. Thura turned her focus to these unique scenarios in nature, and thereby raised our awareness as well.

Now it is the glaciers. Snaefellsjokull glacier is her main concern, but others are a part of the story as well: Oeraefajokull glacier, Eiriksjokull glacier and Eyjafjallajokull glacier. Not only does Thura paint pictures of the glaciers, they are portrayed as disappearing, melting, leaking, becoming transparent and eventually entirely invisible. Sometimes hardly more than a memory. When one peers into the layer behind the paintings a world of other images emerges. In places one can trace the aforementioned wetlands. Northern lights as well, or frozen silvery ponds. Thura’s paintings of glaciers are painted on top of older paintings. One can notice glimpses of some of her earlier collections, producing a layered feeling of time. The natural phenomena painted by the artist exist on a cosmic time scale, yet simultaneously we realise that they can disappear during our lifetime. The paintings come from two time periods, reminding us of time passing during „our wach,“ while we stand helplessly by. Or, what has been gained since the Paris resolution was signed ? Then there is the time of the painting. Thura’s former collections were characterised by meticulously finished pieces, while the new paintings seem created swiftly, „í miklu flæði“ not quite under the control of the artist. The white frames hardly even manage to contain the meltdown. ( Tillaga að breytingu: The artist has expressed why she breaks with her habit of not framing her paintings – this collection she wanted framed in order to try and contain the meltdown.)

Last but not least the thought of a sacrifice presents itself. Or is painting over beautiful pieces from earlier collections not a waste ? The balance here is between regret over something that is ceasing to be and the challenge of pulling oneself together and looking ahead. Instead of being full of sorrow over the loss, the recycling stimulates and there is joy in the moment, which then passes and something else will come along to be enjoyed. Thura’s collection of glacier paintings is a multilayered contribution to a dialogue, which, thankfully, has matured speedily during the few years since the artist started on the first paintings for this exhibit.

My Markus Thor Andresson

thura@thura

Upplýsingar

Byrja:
10/05/2019
Enda:
14/06/2019
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð