Hleð Viðburðir

Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor emerítus og Hannesarholt bjóða uppá dagskrá án endurgjalds um uppeldi í víðu samhengi laugardaginn 14. september kl.14. Í erindinu fjallar Sigrún um mikilvægar leiðir uppalenda við að hlúa að vellíðan og velferð æskunnar, bæði henni og samfélaginu til heilla í samtíð og framtíð. Inn í þá umræðu fléttast lífssögur ungmenna sem hafa búið við mismunandi uppeldisaðstæður. Gefin eru dæmi um hvaða veganesti unga fólkið vill taka með sér að heiman við uppeldi eigin barna. Hugað er sérstaklega að styrkleikum og seiglu þess. Aldís Aðalbjarnardóttir systir Sigrúnar bryddar stundina með harmonikkuleik.

Sigrún byggir umfjöllunina á langtímarannsókn sinni: Samskipti, áhættuhegðun og styrkleikar ungs fólks, þar sem hún fylgdist með sömu ungmennunum frá upphafi unglingsára fram á fertugsaldur.

Upplýsingar

Dagsetn:
14/09/2019
Tími:
14:00 - 15:30
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904