Hollvinafögnuður var haldinn í Hannesarholi miðvikudaginn 26.október og var vel mætt bæði af nýjum og eldri hollvinum. Því var fangað að starfsemi skuli loks aftur hafin í Hannesarholti og Friðrik V.boðinn velkominn. Ragnheiður Jónsdóttir setti samkomuna og bauð Friðriki að segja gestum frá áformum sínum í Hannesarholti og áherslum í samstarfi milli Friðriks og Hannesarholts. Friðrik bauð uppá smakk í mat og drykk og gestir nutu vel veitinganna .
Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson fluttu nokkur lög og nutu ungir og aldnir listflutnings þeirra. Ekki skemmdi fyrir að Ragnheiður er frænka Hannesar Hafstein, afkomandi yngri bróður hans, Gunnars.
Loks stigu á stokk Ástráður Eysteinsson prófessor og Julian Meldon D’Arcy prófessor emeritus við Háskóla Íslands og fluttu bæði á íslensku og ensku nokkur ljóð efir Hannes Hafstein í eigin þýðingu. Verið er að leggja lokahönd á tvímálabók sem þeir hafa unnið og nefna Ólgublóð / Restless blood með þýðingum á 35 ljóðum eftir Hannes Hafstein. Bókin kemur út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, en auk stofnunarinnar studdu Hollvinir Hannesarholts myndarlega við útgáfuna. Góður rómur var gerður að flutningi þeirra félaga og bíða hollvinir spenntir eftir að bókin komi út fyrir hundrað ára ártíð Hannesar Hafstein í desember.