Þórunn Elísabet myndlistarkona veitir leiðsögn um sýningu sína „Himneskt er að lifa“ í veitingastofum Hannearholts laugardaginn 3.september kl.14.
„Sýningin er hugsuð útfrá Hannesi Hafstein, húsinu og sögunni. Bæði sögu Hannesar og fjölskyldu og þeirra sem komu á eftir í húsið. Ómur af lífi og tilfinningum. Texti Hannesar, lín og klæði alls staðar að. Fyrir utan dásamlega orðsnilld Hannesar og nýyrðasmíði var hann opinn fyrir sorginni sinni. Jafningi allra, jafnt barna, kvenna og kóngafólks,“ segir Þórunn.
Jóhanna Friðrika les ljóðin sem ljóðlínurnar eru fengnar úr sem prýða verkin.
Sýningin er opin alla daga sem Hannesarholti er opið: alla daga nema sunnudaga og mánudaga kl.11:30-16 og stendur til jóla.