Hleð Viðburðir

Laugardaginn 2. nóvember klukkan 15:00 opnar sýningin Marimo í Hannesarholti. Listamennirnir Ágústa Björnsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir standa að sýningunni og hafa að undanförnu rannsakað kúluskít í lífríki sínu. Kúluskít er aðeins að finna á Mývatni á Íslandi og í Akanvatni í Japan. Á japönsku heitir kúluskítur Marimo og dregur sýningin nafn sitt þaðan. Fyrirbærið telst til grænþörunga og er náttúruundur vegna sjaldgæfni sinnar. 

Nálgun listamannanna túlkast í gegnum eigin skynjun og dulúð. 

Marimo eru litlir syfjaðir andar í grænu dýpi. Loðnir og kúlulaga hnoðrar á botni, sem breiða úr sér eins og mjúkt teppi. Þeir grípa ljósið og varpa því frá sér eins og speglar undir vatni. Mjúkir bylgjandi speglar, mjúkir líðandi andar og sálir í slímugum hjúpum.

Ágústa Björnsdóttir (1993) býr og starfar sem myndlistarkona í Reykjavík.

Hún hóf myndlistarnám sitt í  Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2014 þar

sem hún lagði stund á sjónlist. Hún útskrifaðist  þaðan með diplómagráðu

árið 2015. Seinna sama ár tók myndlistardeild Listaháskóla Íslands við.

Árið 2017 lagði hún leið sína til Tallinn þar sem hún sat eina önn í

skúlptúr og  innsetningardeild Listaháskólans í Eistlandi.

Ágústa útskrifaðist úr LHÍ árið 2018.

Í myndlist sinni vinnur hún oftast í teikningu, málverki og skúlptúrum,

en hikar ekki við að leita út fyrir rammann. Ágústa hefur miki dálæti af

hinu undarlega og óþekkta og sækir innblástur í þjóðsögur, trúarbrögð,

náttúru og hið yfirnáttúrulega. Með sköpun sinni reynir hún að átta sig á

bilinu milli raunveruleikans og óraunveruleikans og hvernig þessir

heimar tengjast og sameinast.

Í verkum Ágústu leikur hún sér með hið myrka og mystíska, hið drungalega

og hið harmræna, en þó er alltaf stutt í húmorinn og ljósið.

Hárfína línan á milli illskunar og kímnigáfunnar er rauði þráðurinn í

verkum Ágústu.

Hekla Björt Helgadóttir (1985) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og skáld. Verk hennar eru einlæg, hnyttin og draumkennd og oft undir sterkum áhrifum frá leikhúsi og gjörningalist. Hekla hefur sett upp þónokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og gjörningaviðburðum. Einnig er hún ein af stofnendum listahópsins Kaktuss á Akureyri, þar sem hún gegnir stöðu formanns og sýningarstýru. Hekla stundar nú nám við Listaháskóla íslands. 

Upplýsingar

Dagsetn:
2. nóvember
Tími:
08:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map