23- 29 nóvember
Að venju er fjöldi spennandi viðburða hjá okkur hér í Hannesarholti á næstu dögum. Jólaplattarnir okkar í hádeginu hafa slegið í gegn og við hvetjum ykkur til að panta borð fyrirfram ef þið hafið tök á.
Á undan öllum kvöldviðburðum opna veitingastofurnar kl. 18.30 þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á menningarplatta áður en dagskrá hefst. Menningarplattann þarf að panta fyrirfram með borðapöntun í síma 511 1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is í síðasta lagi kl. 16.00 daginn fyrir.
Miðvikudagskvöldið 25 nóvember klukkan 20.00 koma Guðmundur Andri Thorsson og Halldór Guðmundsson og spjalla um nýútkomnar bækur sínar, ævisöguleg skrif og hvaðeina sem kann að bera á góma. Báðir gefa þeir út bækur fyrir þessi jól sem fjalla um fólk sem þeir þekkja vel.
Ritstjórar bókarinnar, Birna Bjarnadóttir og Gauti Kristmannsson, segja fáein orð um útgáfuna og síðan mun Þór Tulinius lesa úr bókinni. Miðar á þennan viðburð eru á www.midi.is